Hvað er UngSAFT?

UngSAFT er ungmennaráð SAFT. Ungmennaráðið samanstendur af ungmennum á aldrinum 13-20 ára sem koma allstaðar að af landinu. Ráðið kemur saman 1-2 sinnum á ári en þess á milli hittumst við á fjarfundum í gegn um netið.

Hvað er SAFT?

SAFT – Samfélag, fjölskylda og tækni, er vakningarátak um örugga og jákvæða tækni- og miðlanotkun barna og unglinga á Íslandi. Verkefnið er rekið af Heimili og skóla og lýtur að netöryggishluta samgönguáætlunar Evrópusambandsins.

Hvaða málefni eru tekin fyrir í UngSAFT?

UngSAFT lætur sig öll mál varða um netið og ungmenni. Meðal annars net- og samskiptavenjur unglinga, náttúruvernd og netið, hver forgangsatriðin ættu að vera til að gera netið að betri stað fyrir ungmenni og allt þar á milli. UngSAFT er einnig ráðgefandi um allt efni sem SAFT gefur út.

Hvað græði ég á að taka þátt í UngSAFT?

Það er hægt að græða dýrmæta reynslu á því að starfa með UngSAFT. Þátttakan getur byggt ungmenni upp fyrir framtíðina með nýjum tengslum, reynslu af samstarfi við jafnaldra innanlands og erlendis, reynslu af því að koma fram, taka virkan þátt í samfélagsumræðu og láta sig málefni ungmenna varða. Jafnframt geta ungmenni haft jákvæð áhrif á stefnur og strauma í málefnum tækni- og netmiðla bæði hér og erlendis. Mikilvægt er að rödd ungmenna fái að heyrast í samfélaginu og er virk þátttaka í UngSAFT frábært tækifæri til að leggja sitt af mörkum.

Hvernig sæki ég um?

Sendu okkur línu á ungsaft@saft.is með upplýsingum um nafn, kennitölu og sveitarfélagi og segðu okkur af hverju þú vilt taka þátt í UngSAFT.