SAFT - Netöryggismiðstöð Íslands (Icelandic Safer Internet Center) var hluti af Safer Internet Programme, aðgerðaáætlun Evrópusambandsins um öruggari netnotkun og styrkt af framkvæmdastjórn ESB, en þeirri áætlun lauk árið 2014. Í dag gegnir SAFT hlutverki Netöryggismiðstöðvar eða Safer Internet Center á Íslandi eins og víða eru starfræktar innan Evrópu.
Samningsaðili við ESB í dag er Fjölmiðlanefnd, sem sér um að annast útfærslu og framkvæmd verkefnisins í formlegu samstarfi við helstu aðila.
Þann 1. janúar 2024 færðist umsjón með framkvæmd SAFT-verkefnisins frá Heimili og skóla - landssamtökum foreldra til Fjölmiðlanefndar.