Útgefið efni

Hér fyrir neðan má nálgast útgefið efni SAFT síðustu ára. Síðan er í vinnslu. Frekara efni og efnislýsingar eru væntanlegar.

Börn og miðlanotkun 

Börn og miðlanotkun  er handbók ætluð foreldrum barna á grunnskólaaldri. Börn eiga rétt á að njóta öryggis og verndar gegn skaðlegu efni í fjölmiðlum. Fullorðnir bera ábyrgð á að börn fái að kynnast ólíkum miðlum og þeim tækifærum sem í þeim felast. Um leið þarf að kenna börnum að verjast skuggahliðum miðlanna og tileinka sér gagnrýna hugsun gagnvart þeim skilaboðum sem þar er að finna. Eftir því sem börn eldast og þroskast breytist hlutverk foreldra úr stjórnendahlutverki í leiðsagnarhlutverk. Með því að kenna börnum að nýta sér nútímatækni og allar þær skemmtilegu nýjungar sem í boði eru má beina þeim í heilbrigða átt og styðja þau á margvíslegan hátt.


Andrés Önd – Samskipti á netinu

Andrés Önd – Samskipti á netinu er fræðsluefni ætlað yngsta stigi grunnskóla. Í blaðinu eru gagnlegar upplýsingar um netið og tækni ásamt því að farið er yfir hvaða tækifæri við höfum til að nýta tæknina og hvað ber að varast.


Ung börn og snjalltæki: Grunnur að góðri byrjun

Snjalltæki á heimilum geta veitt fjölskyldum margar nýjar upplifanir og möguleika til náms og sköpunar. Bæklingurinn inniheldur nokkur ráð og gátlista til þess að hjálpa foreldrum að stuðla að því að barnið fari vel af stað með notkun tækjanna og hverju skal sérstaklega hugað að.


Leikurinn


Hrekklaus fer á netið


Afmælisveislan


Foreldravísir


Fjölskyldugaman


Ruslaeyjan


Fyrir hvern er tölvuleikurinn?


Netorðin fimm


Kostir og gallar snjallsímanotkunar (Kennslueining)


Kostir og gallar samfélagsmiðla (kennslueining)


Ábyrgðarhringir (Kennslueining)


Ábyrgðarhringir (Vinnublað)


Máttur orða (Kennslueining)


Máttur orða (Vinnublað)