Gangtu til liðs við UngSAFT

UngSAFT er ungmennaráð SAFT fyrir ungmenni á aldrinum 12-17 ára.

SAFT verkefnið stendur fyrir samfélag, fjölskylda og tækni og er rekið af Heimili og skóla – landssamtökum foreldra með stuðningi Mennta- og menningarmálaráðuneytisins, Samgöngu- og sveitastjórnarráðuneytisins, Félags- og barnamálaráðuneytisins og Evrópusambandsins.

SAFT starfar í samráði við marga hagsmunaaðila á Íslandi en meginmarkmið þess er vitundarvakning um jákvæða og örugga net- og miðlanotkun barna og unglinga.

Það er því gríðarlega mikilvægt að geta leitað til unga fólksins okkar, í ungSAFT sem eru auðvitað sérfræðingar í að vera ungmenni í nútímanum.

Verkefni UngSAFT eru allt frá því að skapa jákvæðan vettvang, tala saman um mikilvæg málefni sem tengjast netinu og börnum og ungmennum, gefa álit, vinna verkefni og taka þátt í innlendu og alþjóðlegu samstarfi um þessi mál.

Við hittumst tvisvar á ári á fundi og skemmtum okkur svo saman. Fyrir utan það tölum við saman á netinu og meðlimir fá ýmis tækifæri innanlands og erlendis til þess að láta sig alvöru málefni varða og hafa áhrif.

Ef einhverjar spurningar vakna má alltaf hafa samband við umsjónarmenn UngSaft og verkefnastjóra hjá Heimili og skóla, Hildi (hildur@heimiliogskoli.is) og Sigurð (sigurdur@heimiliogskoli.is).