Um okkur

SAFT – Samfélag, fjölskylda og tækni, er vakningarátak um örugga og jákvæða tölvu- og nýmiðlanotkun barna og unglinga á Íslandi. Verkefnið var hluti af Safer Internet Programme, aðgerðaáætlun Evrópusambandsins um öruggari netnotkun og styrkt af framkvæmdastjórn ESB, en þeirri áætlun lauk 2014. Verkefnið er nú hluti af netöryggishluta samgönguáætlunar Evrópusambandsins. Samningsaðili við ESB er Heimili og skóli – landssamtök foreldra, sem sér um að annast útfærslu og framkvæmd verkefnisins í formlegu samstarfi við Rauða krossinn, Ríkislögreglustjóra og Barnaheill – Save the Children Iceland.

SAFT er í samstarfi við önnur lönd í Evrópu og deilir með þeim upplýsingum, aðferðafræði og þekkingu. Markmiðið er að til verði sameiginlegur evrópskur sjóður þekkingar og aðferðafræði á þessu sviði sem styður hið jákvæða og spornar gegn neikvæðum hliðum upplýsingatækninnar.

Verkefnastjórar

 • Gudberg K. Jonsson, formaður stýrihóps (Technical coordinator and program manager)
 • Hrefna Sigurjónsdóttir, Heimili og skóli, verkefnastjóri vakningarátaks (project manager Awereness)
 • Bryndís Jónsdóttir, Heimili og skóli, verkefnastjóri vakningarátaks  (project manager Awareness)
 • Hildur Halldórsdóttir, Heimili og skóli. verkefnastjóri vakningarátaks (project manager Awareness and Youth Panel)
 • Sigurður Sigurðsson, Heimili og skóli, verkefnastjóri vakningarátaks og ungmennaráðs (project manager Awareness and Youth Panel)
 • Þóra Jónsdóttir, Barnaheill – Save the Children Iceland, verkefnastjóri ábendingarlínu (project manager Hotline)
 • Sandra Björk Birgisdóttir, Reykjarvíkurdeild Rauða krossins, verkefnastjóri hjálparlínu (project manager Helpline)
 • Guðrúnar Sesselju Baldursdóttir, Ríkislögreglustjóri, verkefnastjóri ábendingarlínu (project manager Hotline)

Í verkefnastjórn (Advisory board) SAFT sitja Guðberg K. Jónsson, formaður; Guðni Olgeirsson, Menntamálaráðuneytið; Vera Sveinbjörnsdóttir, Innanríkisráðuneytið; Sigurður Pálsson, Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið; Þór Þórarinsson, Velferðarráðuneytið; Sandra Björk Birgisdóttir, Reykjarvíkurdeild Rauða krossins; Þóra Jónsdóttir, Barnaheill, Save the Children Iceland, Hrefna Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri Heimilis og skóla; Sólveig Jakobsdóttir, Menntavísindasvið HÍ; Guðrún Birna Jóhannsdóttir, Námsmatsstofnun, Guðrúnar Sesselju Baldursdóttir, Ríkislögreglustjóri, Steinunn Birna Magnúsdóttir, Persónuvernd, og Elfa Gylfadóttir, Fjölmiðlanefnd.

Til hvers er SAFT?

 • Að hanna og framkvæma markvisst vakningarátak um örugga og ábyrga notkun á Netinu og tengdum miðlum.
 • Að efla vitund um hvernig hægt er að njóta Netsins og nýrra miðla á öruggan, jákvæðan, skemmtilegan og fræðandi hátt.

Markhópar

 • Börn og unglingar
 • Foreldrar
 • Skólakerfið
 • Netþjónustuaðilar

Áherslur

 • Siðferði á netinu
 • Persónuvernd
 • Miðlalæsi
 • Snjalltæki
 • Stafræn borgaravitund

Leiðir

 • Dreifing kennsluefnis í grunnskóla og viðbætur við það sem fyrir er á þessari vefsíðu.
 • Fræðsla meðal unglinga, m.a. með jafningjafræðslu.
 • Markvisst fræðslu- og upplýsingaátak fyrir foreldra svo þeir verði betur í stakk búnir til að fræða börn sín og njóta Netsins og nýrra miðla með þeim.
 • Víðtækt samstarf – samræmt átak á landsvísu við aðila innan stjórnsýslunnar, þá sem koma að menntun og tómstundastarfi barna og unglinga, netþjónustuaðila, forvarnaraðila, foreldra, fjölmiðla og börn og unglinga.
 • Söfnun og dreifing upplýsinga t.d. um notkun tölvuleikja meðal barna, um hvort munur er á notkun kynjanna á Netinu og nýjum miðlum og um mismunandi notkun þessara miðla í eldri og yngri hópum barna.

Samstarfsaðilar á Ísland

Barnaheill Persónuvernd
Barnaverndarstofa Póst- og fjarskiptast.
Capacent Rannsóknir og greining
Fjölmiðlanefnd Rauði Krossinn
Forsætisráðuneytið, Skrifstofa upplýsingasamfélagsins Ríkislögreglustjóri
Fulltrúar ungmennaráðs RUV
Félag um stafrænt frelsi á Íslandi Innanríkisráðuneytið
Fulltrúi foreldrafélaga Síminn
Game tíví Advania
Smáís
Icelandic Gaming Industry Talsmaður neytenda
Kynferðisbrotadeild lögreglustjórans á höfuðborgasvæðinu Umboðsmaður barna
Embætti landlæknis Upplýsingat. kennarar
Menntamálaráðuneytið Videntifier
Microsoft Vodafone
Miðlar 365 Háskólinn Akureyri / EuKidsOnline
Námsgagnastofnun Velferðarráðuneytið
Neytendasamtökin  Fjölmiðlanefnd

Nánar um Evrópusamstarfið

SAFT er vakningarátak um örugga notkun íslenskra barna og unglinga á Netinu og tengdum miðlum. Verkefnið er unnið innan samgönguáætlun Evrópusambandsins og nýtur þaðan fjárstuðnings.

SAFT er í nánu samstarfi við önnur lönd í Evrópu sem starfa innan samgönguáætlun Evrópusambandsins og er sérstaklega lögð áhersla á samnorræna samvinnu, en alls eru þátttökulöndin 31. Hver þjóð vinnur í sínu landi og á sínum forsendum en samstarf þjóðanna felst fyrst og fremst í að deila þekkingu og aðferðafræði þannig að til verði sameiginlegur brunnur fróðleiks og þekkingar um hvernig best er að vinna að öruggri og jákvæðri notkun barna og unglinga á Netinu og þeim miðlum sem því tengjast.

Samstarfsnet þjóðanna sem þátt taka í verkefninu ber heitið Insafe. Á Alþjóðlega netöryggisdaginn 8. febrúar 2005 var opnuð vefgáttin www.saferinternet.org. Þar eru upplýsingar um þátttökuþjóðirnar í verkefninu og þau verkefni sem verið er að vinna í hverju landi.


About Insafe

Insafe, a European Commission funded project, is a network of national nodes that coordinate Internet safety awareness in Europe to help parents and teachers guide children in safe exploration of the World.

Insafe Mission Statement

The mission of the Insafe cooperation network is to empower citizens to use the internet, as well as other online technologies, positively, safely and effectively. The network calls for shared responsibility for the protection of the rights and needs of citizens, in particular children and youths, by government, educators, parents, media, industry and all other relevant actors. Insafe partners work closely together to share best practice, information and resources. The network interacts with industry, schools and families in the aim of empowering people to bridge the digital divide between home and school and between generations.

Insafe partners monitor and address emerging trends, while seeking to reinforce the image of the web as a place to learn. They endeavour to raise awareness about reporting harmful or illegal content and services. Through close cooperation between partners and other actors, Insafe aims to raise Internet safety-awareness standards and support the development of information literacy for all.

Visit Europe’s internet safety portal here