Aðgengi

Félagsstaða, fötlun, kyn, búseta og takmörkuð þáttaka skóla eru meðal þeirra þátta sem geta haft áhrif á stafrænt aðgengi. Stafrænir borgarar þurfa að hafa í huga að aðgengi fólks að tækni er ekki jafnt og ættu að hafa það að markmiði að jafna það.

Þátttaka í stafrænu samfélagi

Picture

Til þess að geta verið þátttakandi í stafrænu samfélagi þarf einstaklingur að hafa aðgang að tölvu eða öðru nettengdu snjalltæki sem hann getur nýtt sér í tengslum við veraldarvefinn. Samskiptin geta verið mismunandi eftir þörfum notandans og á það einnig við um hvaða tækni hentar viðkomandi. Nýlegar rannsóknir frá Bandaríkjunum sýna að 37% unglinga eiga snjallsíma og 23% eiga spjaldtölvur. Rannsóknir frá Íslandi sýna að 63% ungmenna tengjast veraldarvefnum með snjallsímum og 29% með spjaldtölvum.

Skólar geta haft mikil áhrif til þess að tryggja að aðgengi barna og ungmenna sé jafnt að stafrænu samfélagi. Skólar á Íslandi hafa í miklum mæli tæknivæðst undanfarin ár og er mismunandi hvort nemendur nota einungis tæki sem eru í eigu skólans, sín eigin eða hvort tveggja. Það er ákveðið af skólayfirvöldum hvers skóla.

Árið 2011 gáfu Sameinuðu Þjóðirnar út yfirlýsingu um að það væru grunn mannréttindi að hafa aðgang að veraldarvefnum án allra hindrana og að allir ættu að geta nýtt sér tölvutækni til samskipta og  upplýsingaöflunar.

Til að tryggja öllum nemendum þessi grunn mannréttindi þarf að hafa í huga sama tækni hentar ekki öllum. Það þarf að hafa í aldur notandans í huga og taka tillit til fötlunar sé hún til staðar. Nemandi sem er sjónskertur/blindur getur ekki nýtt sér allt það sama og heilbrigður nemandi og getur þá þurft að velja tæki sem hentar honum.

Heimildir:
Alberta Education School Technology Branch. (2012). Digital citizenship policy development guide. Edmonton: Alberta Education. Sótt af vef

Jakobsdóttir, S., Kjartansdóttir, S. H. og Guðbjörnsdóttir, G. (2013). STAFN: School development and technology, students’ agency with mobile learning towards innovative learning and school practices – Project grant proposal 2014. Sótt af vef 

Mynd tekin af vef