Sjálfspróf – Hvað veistu um klám? – 5 hluti

Hárrétt! Með því að senda nektarmynd af mér tek ég sénsinn á því að aðrir fjölskyldumeðlimir komist í símann og sjái myndina af mér…Sénsinn

Á því að myndin komist í rangar hendur og rati í fjölmiðla…sensinn2

Á því að myndin komist í hendur fólks sem ég vil alls ekki að sjái mig án fata…sensinn3

Á því að myndin verði að aðgengileg á netinu alltaf.
sensinn4

Þannig að…
Ef þig langar að leyfa annarri manneskju að njóta nektar þinnar er einfaldara og innilegra að gera það í eigin persónu heldur en með myndsendingu. Fyrst þarftu þó að fá já frá hinum einstaklingnum um að hann/hún hafi líka áhuga á því.

Klámvæðing WTF?

Klámvæðing er þegar klám smitar út frá sér og hlutir sem tíðkast í klámi fara að sjást annars staðar í samfélaginu líka, til dæmis kynferðislegur fatnaður eða hlutir sem notaðir eru í klámi, ákveðnar líkamsstellingar, talsmáti eða svipbrigði.

Ef maður prófar að myndagúgla orð eins og „skólastrákur“ og „skólastelpa“ á ensku (schoolboy / schoolgirl) eru niðurstöðurnar til dæmis svona:

Skólastrákar – leitarniðurstöður:

Skólastrákar

Skólastelpur – leitarniðurstöður:

Skólastelpur

Hvor hópurinn er klámvæddari á internetinu?

SkólastrákarSkólastelpur