Ungir netborgarar

Upplýsa þarf unga netborgara vel um hætturnar sem netið hefur að geyma. Ungir netborgarar eru oft forvitnir og það er mikilvægt að setja þeim umgengisreglur og ræða hvað það er sem ber að varast. Börnin hafa alist upp með tækninni en gera sér ekki alltaf grein fyrir gildrunum. Þess vegna er mikilvægt að upplýsa þau og fræða til þess að tryggja öryggi þeirra. Heilræði tengd netöryggi eins og „komdu fram við aðra eins og þú vilt láta koma fram við þig“ og „ekki kenna sjálfum þér um“ má sjá á ungmennasíðunni. Þar eru tillögur um hvernig ber að hegða sér á netinu og hvernig hægt er að bregðast við neteinelti. Hér er myndband sem hægt er að nota sem kveikju að góðum samræðum um netöryggi og nethegðun.