Leikir

Tölvuleikir af ýmsu tagi eru sjálfsagður þáttur í lífi barna nútímans, þáttur sem foreldrar þurfa að þekkja ekki síður en aðra þætti í lífi barna sinna. Tölvuleikir eru ýmist á diskum sem keyptir í verlsunum og diskurinn settur í tölvuna og hægt er að spila leikinn án þess að vera nettengdur, leikir á neti eða í snjallsíma. Netleikur krefst sítengingar við netið til að hægt sé að spila hann. Í því felast ekki eingöngu leikir sem fara fram á internetinu heldur einnig þeir sem spilaðir eru á leikjastjórnborðum, í snjallsímum eða á jafningjaneti.  Sumir tölvuleikri á neti eru þess eðlis að þeir eru spilaðir við aðra einstaklinga. Þessir einstaklingar eru oft undir dulnefni og villa jafnvel á sér heimilidir. Þegar fólk spilar tölvuleiki í gegn um netið er það oft í einhverjum samskiptum við aðra, sérstaklega þegar um er að ræða leiki þar sem raunverulegir þátttakendur sem geta verið frá ýmsum heimshornum etja kappi eða spila saman í liðum. Þessi samskipti snúast að miklu leyti um tölvuleikinn sjálfan og skipulag til að fara með sigur af hólmi. Einnig geta myndast góð vinasambönd eða ástarsambönd þar sem fólk fer að hittast annars staðar en á netinu. Í þessu eins og öðru eru til einstaklingar sem misnota aðstöðu sína eða fara gagngert á stúvana til þess að níðast á öðrum.

Mikilvægt er að foreldrar setji viðmið hvað varðar tíma og tímasetningar sem börn eru í tölvuleikjum og því sé fylgt eftir.

  • Góð ráð varðandi tölvuleikjanotkun:
  • Tölvan og tölvuleikir mega ekki taka tíma frá námi.
  • Mikil tölvu- og tölvuleikjanotkun getur breytt samskitpamynstri við vini og fjölskyldu Minni félagssamskipti samfara auknum tíma sem varið er í tölvuleiki getur verið vísbending um að setja þurfi ný viðmið.
  • Fylgist með hvaða tölvuleiki börnin eru að spila og hvort þau eru í samskiptum við einhverja aðra ókunnuga í gegn um leikinn.

 

Margir foreldrar þekkja lítið eða ekkert til tölvuleikjanna sem börn þeirra leika.

Mörg börn eyða meira en einum vinnudegi í viku í tölvuleiki
Fjórðungur barna segjast eyða 3, 14 klst. á viku í tölvuleiki í leikjatölvum (19,9%) og á Netinu (20,4%)
13, 9% barna eyða meira en 6 klst. á viku í netleiki, þar af 4,2% meira en 15 klst.
12% barna eyða meira 6 klst á viku í leikjatölvum, þar af 3,2% meira en 15 klst

Börn leika tölvuleiki mest heima
Netleikir: 68% sögðust alltaf eða oftast leika netleiki heima.
Leikjatölvur, ónettengdar: 73% leika alltaf eða oftast heima.

Foreldrar og börnin sjálf kaupa tölvuleikina
Rúmlega helmingur (52,2%) barna á aldrinum 9 -12 ára segja foreldra sína oftast kaupa tölvuleiki, rúmur fimmtungur (22,4%) segjast oftast kaupa þá sjálf.
Drengir (47,6%) eru líklegri til að kaupa tölvuleiki sjálfir heldur en stúlkur (16%).
Stúlkur (50,5%) eru líklegri til að fá þá leiki sem þær spila frá foreldrum en drengir (37,4%).
Mun fleiri eldri börn,13-16 ára, segjast kaupa leikina sína sjálf.

Alls hefur þriðjungur barna keypt leiki sem ekki eru ætlaðir þeirra aldurshóp
Meðal barna á aldrinum 9-12 ára hefur fjórðungur (25,4%) keypt leiki sem ekki eru ætlaðir fyrir þeirra aldurshóp.
Um 22% barna á aldrinum 9-12 ára og rúm 44% 13-16 ára barna athuga aldrei hvort leikurinn er ætlaður fyrir þeirra aldurshóp.

TÖLVULEIKIR – EKKI BARA BARNAEFNI!
Tölvuleikir eru hluti af tölvu- og tækniheimi nútímans. Mjög oft eru fyrstu kynni barna af tölvum í gegn um tölvuleiki og þeir eru vinsæl afþreying. Á tölvuleikjamarkaðnum er fjölbreytt úrval leikja og innihald þeirra er mjög mismunandi. Stór hluti tölvuleikja er alls ekki ætlaður börnum. Það er því mikilvægt að forráðamenn barns kynni sér þá leiki sem barnið leikur og sjái til þess að leikirnir hæfi þroska barnsins. Leikur á að vera skemmtilegur en á ekki að vekja ótta né fylla óþroskaðan barnshuga af ofbeldi eða öðru efni sem getur vakið vanlíðan eða komið inn ranghugmyndum.

Merkingar á tölvuleikjum

PEGI – Aldursflokkamerkingar og innihaldsvísar í Evrópu
Allir nýir tölvuleikir bera aldursflokkurnarkerfi Pan European Games Information (PEGI), samevrópskt flokkunarkerfi sem setur aldursmörk fyrir gagnvirka leiki. Kerfinu er ætlað að tryggja að ólögráða börn fari ekki í leiki sem eru ekki við hæfi þeirra aldurshóps. Kerfið nýtur stuðnings framleiðenda á leikjatölvum, þar á meðal PlayStation, Xbox, og Nintendo, sem og útgefenda og þróunaraðila gagnvirkra leikja um alla Evrópu. Flokkunarkerfið byggir á tveimur aðskildum en samverkandi þáttum: Aldursflokkun og efnisvísum. Aldurshópar PEGI eru 3+, 7+, 12+, 16+ og 18+. Þeir gefa til kynna hvort efnislegt innihald leiksins sé skaðlegur börnum. Efnisvísar eru myndtákn aftan á hulstri leiksins sem lýsa innihaldi hans. Fjöldi efnisvísa getur verið allt upp í sex. Innihald leiksins er í samræmi við aldurflokkun hans. Saman gera aldursflokkunin og efnisvísarnir foreldrum og öðrum sem kaupa leiki handa börnum kleift að tryggja að leikurinn hæfi aldri barnanna. PEGI flokkunarkerfið segir ekki til um erfiðleikastig leikjanna. Leikur sem flokkaður er 3+ er talinn skaðlaus en gæti verið of flókinn fyrir 3 ára börn. Í verslunum með tölvuleiki eiga að vera veggspjöld með þýðingu merkinganna.

Hinn þátturinn í PEGI kerfinu eru svonefndir efnisvísar leiksins. Efnisvísarnir eru myndtákn aftan á hulstri leiksins sem lýsa innihaldi hans. Fjöldi efnisvísa getur verið allt upp í sex, allt eftir tegund leiksins. Innihald leiksins er að sjálfsögðu í samræmi við aldursflokkun hans. Smellið hér til að sjá myndtáknin.

Saman gera aldursflokkunin og efnisvísarnir foreldrum og öðrum sem kaupa leiki handa börnum kleift að tryggja að leikurinn hæfi aldri barnanna.

PEGI flokkunarkerfið segir ekki til um erfiðleikastig leikjanna. Leikur sem flokkaður er 3+ er talinn skaðlaus en gæti verið of flókinn fyrir 3 ára börn. Viljir þú vita hvaða flokkun gildir um tiltekinn leik, er auðvelt að finna þær upplýsingar í gagnagrunni PEGI. Gagnagrunnurinn sýnir vottunarmerkið og þá efnisvísa sem gilda um leikinn. Hann hefur að geyma upplýsingar um alla leiki sem hafa verið flokkaðir hingað til með PEGI-kerfinu, sem hefur verið í notkun síðan 3. janúar 2003.

Með því að smella hér getur þú skoðað flokkun á einstökum leikjum.

ESRB – Aldursflokkamerkingar og innihaldsvísar í Bandaríkjunum
Tölvuleikir í Bandaríkjunum eru merktir með öðru aldursflokkurnarkerfi en Pan European Games Information (PEGI). Nánari upplýsingar má finna hér www.esrb.org.