Uppalendur

 

Börn og miðlantokun jpeg

Heimili og skóli og SAFT gáfu nýlega út handbókina Börn og miðlanotkun en hún er ætluð foreldrum barna á grunnskólaaldri. Börn eiga rétt á að njóta öryggis og verndar gegn skaðlegu efni í fjölmiðlum. Fullorðnir bera ábyrgð á að börn fái að kynnast ólíkum miðlum og þeim tækifærum sem í þeim felast. Um leið þarf að kenna börnum að verjast skuggahliðum miðlanna og tileinka sér gagnrýna hugsun gagnvart þeim skilaboðum sem þar er að finna. Eftir því sem börn eldast og þroskast breytist hlutverk foreldra úr stjórnendahlutverki í leiðsagnarhlutverk. Með því að kenna börnum að nýta sér nútímatækni og allar þær skemmtilegu nýjungar sem í boði eru má beina þeim í heilbrigða átt og styðja þau á margvíslegan hátt.

Örugg-og-ábyrg-farsímanotkunHeimili og skóli og SAFT gáfu nýlega út bækling um fyrsta farsíma barnanna okkar í samstarfi við Símann. Í bæklingnum er að finna góð ráð um atriði sem hafa ber í huga þegar börn fá sinn fyrsta farsíma; s.s. hvort betra sé að vera í frelsi eða áskrift, hvort notast sé við þráðlaust net eða 3G/4G, ábyrga netnotkun á samfélagsmiðlum og margt fleira. Hægt er að nálgast bæklinginn á þjónustumiðstöð Heimilis og skóla að Suðurlandsbraut 24 eða á rafrænu formi: Örugg og ábyrg farsímanotkun.

Samfélagsmiðlar

Oft á tíðum getur það verið erfitt fyrir foreldra að átta sig á nýjustu samfélagsmiðlunum; hvernig þeir virka, hvaða möguleika þeir bjóða upp á og hvernig best sé að hafa öryggisstillingarnar. Hér fyrir neðan er að finna upplýsingapésa um vinsæla samfélagsmiðla.

glaerurglaerur3