Fyrirmyndir og verndarar

Forráðamenn eru helstu mótunaraðilar barna, mikilvægar fyrirmyndir og verndarar þeirra. Þeir ættu því fylgjast með því sem börn gera á netinu rétt eins og að fylgjast með útivist þeirra og félagsskap. Þekking er lykillinn að því að vernda barn á netinu og því þurfa forráðamenn að fylgjast vel með nýjungum, vinsælustu miðlunum og því sem barnið tekur þátt í. Kennum börnunum að umgangast netið rétt eins og við kennum þeim aðrar umgengisreglur. Það er alveg jafn mikilvægt.