Höfundarréttur

Það er útbreiddur misskilningur að það efni sem fyrirfinnst á Netinu geti allir notað á eigin vefsíðum, í margmiðlunarefni, í eigin bókum eða auglýsingum.

En þannig er það alls ekki.

Almenna reglan er sú að það efni sem er á netinu er eign höfundar og aðrir mega alls ekki nota það nema með leyfi hans.

Öll verk á Netinu falla undir höfundarréttarlög. Höfundur verksins ræður hvort og hvernig verkið er birt, hvort taka má afrit af verkinu, hvort gera má breytingu á því og hvað borga þarf fyrir að fá aðgang að verkinu.

Þetta felur í sér að það má ekki taka myndir af öðrum vefsíðum og nota á eigin síðu, það má ekki taka texta af vefsíðu og nota á eigin síðu á þess að geta höfundar og jafnvel fá leyfi hjá honum fyrir að nota verkið.

Aftur á móti má alltaf setja krækju, slóð, af eigin vefsíðu yfir á vefsíðu annarra. Og það mánota texta og myndir af öðrum vefsíðum á svipaðan hátt og gert er meðheimildir í ritgerðum, þ.e. aðgreina vel það sem kemur frá öðrum og merkja það höfundi. Á sumum vefsíðum stendur að leyfilegt sé að nota allt efni síðunnar og þá er auðvitað leyfilegt að gera það en oft er beðið um að notandinn setji krækju afsinni síðu yfir á síðuna þar sem hann fann efnið.
Það er almenn kurteisi að verð við þeirri beiðni.

Stundum er óskað eftir að sent sé þakkarbréf tilhöfundar síðunnar ef efni hennar er notað og er sjálfsagt að gera það.Einstaka sinum stendur að ef einhver ætlar að nota efnið á síðunni þá megi leggja inn ákveðna upphæð á reikning eigandans. Eðlilegt er að greiða fyrirnotkun á efni, sérstaklega ef um er að ræða verulega notkun.

Einnig má benda á að til eru myndabankar sem selja myndir til notkunar á netinu gegnvægu gjaldi og er sjálfsagt að nýta sér þjónustu þessara banka.

Í dag er leyfilegt í skólastarfi að afrita texta og myndir úr bókum upp að vissumarki og er miðað við 30%. Ekkert slíkt leyfi er til fyrir Netið en samt má ekki nota efni sem þar er nema með leyfi höfundar og verið er að vinna í því að koma á sambærilegum reglum fyrir rafrænt efni eins og er til fyrir prentað efni sem er notað í skólastarfi.

Það sem veldur vandræðum við að finna viðeigandi umgengnisreglur er m.a. að mjög einfalt er að afrita rafrænt efni á þess að gæði þess minnki, mjög auðvelt er að breyta rafrænu efni og t.d. fjarlægjanafn á höfundi.

Efni á vefsíðu er aðgengilegt hvar sem er í heiminum og höfundurinn hefur enga yfirsýn yfir hver notkunin er. Einnig má nefna að við notkun á vefsíðu getur myndast afrit af henni á tölvu notandans á þess að hann hafi beðið um það eða viti af því. Þegar kemur að tónlist þá gilda sömu reglur, ekki má nota efnið nema meðleyfi höfundar og þar eru oft fleiri en einn handhafi höfundarréttar t.d. lagahöfundur og textahöfundur og jafnvel þarf að fá leyfi útgáfufyrirtækis.

Sama er reyndar upp á teningnum þegar verið er með myndir af listaverkum, þá þarf bæði að fá leyfi hjá þeim sem tók myndina og þeim sem gerði listaverkið.

Síðan má spyrja sig hvort ekki þurfi að fá leyfi hjá öllu því fólki sem fyrir kemur á myndum t.d. á bekkjamynd.

Af ofansögðu má sjá að það er ekki einfalt að umgangast efni á netinu og erum að gera að fara varlega og leita eftir leyfi hjá höfundi texta, mynda og hljóðs og geta alltaf höfundar eins og gert er í heimildaritgerð. Sýnum kurteisi og virðum höfundarrétt.