Falskar fréttir – kennsluhugmyndir

Falskar fréttir eru stöðugt vaxandi vandamál sem heimurinn glímir við. Hér má nálgast kennsluhugmyndir um hvernig hægt sé að ræða falskar fréttir við nemendur. Leiðbeiningarnar voru unnar í tengslum við Spjaldtölvuverkefni Kópavogsbæjar. Falskar fréttir (Spjaldtölvuverkefni Kópavogsbæjar)

Kostir og gallar snjallsímanotkunar

Í þessu verkefni er fjallað um kosti og galla snjallsíma. Kostir og gallar snjallsímanotkunar

Ábyrgð á netinu – Ábyrgðarhringir

Nemendur (frá 4. bekk) skoða hvað felst í því að vera ábyrgðarfullur bæði í samskiptum á netinu og í daglegu lífi, og fá þannig tilfinningu fyrir því hvernig er að vera góður stafrænn borgari. Ábyrgðarhringir leiðbeiningar Ábyrgðarhringir Vinnublað

Máttur orða

Máttur orða er kennsluefni ætlað miðstigi þar sem nemendur eru fræddir um mátt orða á netinu og hvernig þau geta brugðist við ef þau verða fyrir neikvæðni netinu. Nemendur eiga að geta: Sett sig í spor þeirra sem hafa fengið ljót og særandi skilaboð Geta sagt til um það hvenær farið er yfir strikið í [...]

Er í lagi að segja hvað sem er á netinu?

Er í lagi að segja hvað sem er á netinu? er verkefni ætlað miðstigi í grunnskóla. Markmið verkefnisins er að efla stafræna borgaravitund, þá einkum varðandi réttindi og skyldur í samskiptum.

Krossgátur

SAFT-áhöfnin - Krossgáta um SAFT áhöfnina. SAFT-áhöfnin – Lausnarorð krossgátunnar.   SAFT-heilræði - Krossgáta um aukið öryggi á netinu. SAFT-heilræði - Lausnarorð krossgátunnar.

Tökumst á við neteinelti

Tökumst á við neteinelti er verkefni fyrir nemendur í 5. – 7. bekk. þar sem þeir velta upp mögulegum viðbrögðum við því að lenda sjálfur í eða verða vitni að einelti.

Gagnrýnin hugsun og netið

Að meta og skilja efni af netinu (Markhópur 10-15 ára). Markmið: að hvetja nemendur til að vera varkárir þegar þeir nota vefinn og hugsa um áreiðanleika, réttmæti og hlutdrægni. Ráð til að meta og skilja efni af netinu Heilræði til að meta áreiðanleika efnis af netinu.

Fjölskyldugaman: Að ná tökum á vefnum

Efnið er á sviði upplýsingatækni og er ætlað 5.-7. bekk grunnskóla Efnið er upphaflega hannað af Insafe, sem er netverk þeirra Evrópuþjóða sem starfa að netöryggisáætlun ESB. Efnið er þýtt, staðlað og heimfært af SAFT. Efnið er hugsað fyrir fimmta til sjöunda bekk grunnskóla. Vinnubók sem börn vinna með hjálp foreldra og handbók fyrir foreldra til [...]

Rusleyjan

Rusleyjan, lestrarbók eftir Þórarin Leifsson er nýtt fræðsluefni fyrir miðstig grunnskóla, sem SAFT dreifir til allra skóla landsins. Bókin fjallar um ábyrga og jákvæða notkun netsins og annarra nýmiðla, með sérstaka áherslu á rafrænt einelti, og mikilvægi endurnýtingar og endurvinnslu. Henni fylgja handrit og framkvæmdarlýsing á jafningjafræðslu og spunaleikverki sem nefnist Heimkoman og er eftir Rannveigu Þorkelsdóttur leiklistarkennara. [...]