Hvað er ungmennaráð?
Ungmennaráðið samanstendur af krökkum á aldrinum 12-18 ára sem koma allstaðar að af landinu.
• Ráðið aðstoðar SAFT við að hanna heimasíðuna www.saft.is, koma með hugmyndir um hvernig eigi að kenna ánægjulegir og örugga netnotkun í skólum landsins og lætur í sér heyra um málefni sem varða ungt fólk og netið: Áskorun til þeirra sem koma að upplýsingatæknikennslu. Allir sem eru í ráðinu hafa áhuga á netinu og öllum þeim möguleikum sem það hefur upp á að bjóða og geta unnið með öðrum í því að gera netið að öruggari stað fyrir okkur öll. Það þýðir samt ekki að þú þurfir að kunna allt sem viðkemur tölvum – þú þarft bara að hafa skoðun á málinu!

Hvernig vinnur ungmennaráðið?
• Ungmennaráðið hittist einu sinni til tvisvar á ári þar sem við skoðum nýjustu tækni, ræðum málin og borðum fullt af pizzu! Ef þú verður valin þá mun SAFT greiða ferðakostnað og gistingu fyrir þig og foreldri eða forráðamann á fundarstað og einnig allt það skemmtilega sem við munum gera á meðan fundinum stendur. Ráðið mun einnig halda fjarfundi með aðstoð tölvutækninnar.

Hvernig sæki ég um?
• Farðu inn á www.saft.is/ungsaft eða sendu okkur tölvupóst á ungsaft@saft.is

Ef þú verður valin?
• Ef þú verður valin/n þá munum við senda þér tölvupóst með upplýsingum um ráðið og hvenær næsti fundur verður halinn. Passaðu að því skrifa netfangið þitt rétt á umsókninni!