Hvar get ég tilkynnt neteinelti á vefnum?

Mikilvægt er að tilkynna neteinelti, áreiti eða ólöglegt efni sem er á vefnum. Fyrsta skrefið er að láta einhvern vita hvað sé í gangi og hvernig neteineltið á sér stað. Talaðu við einhvern fullorðinn, hvort sem það er foreldri, kennari eða annar aðili sem þú treystir. Einnig er hægt að tilkynna neteineltið beint á netinu og bjóða flestir samskiptamiðlar upp á tilkynningarform þar sem hægt er að setja inn tilkynningu á efni tengdum þeim miðli. Í tenglinum hér fyrir neðan má finna upplýsingar um hvar á vefnum þessi eyðublöð eru. Á vefsíðu Barnaheill má einnig finna eyðublað til að tilkynna síður eða áreiti.

Mikilvægt er að tilkynna neteinelti, áreiti eða ólöglegt efni sem er á vefnum. Á vefsíðu Barnaheilla má tilkynna  ólöglegt eða óviðeigandi efni á netinu. Flestir samskiptamiðlar bjóða upp á að þú getir tilkynnt neteinelti, áreiti og ólöglegt efni.

Hvar get ég tilkynnt neteinelti á vefnum?

Á vefsíðu Barnaheilla má tilkynna  ólöglegt eða óviðeigandi efni á netinu. Ábendingahnappur um ólöglegt og óviðeigandi efni er rekin í samstarfi Barnaheilla – Save the Children á Íslandi, SAFT, Heimilis og skóla, Rauða krossinn og Ríkislögreglustjóra. Hægt er að nálgast tilkynningarkerfi Barnaheilla það með því að ýta á hnappinn hér fyrir neðan.

TILKYNNA TIL BARNAHEILLA

Hægt er að tilkynna neteinelti á vef Facebook.  Til að fara á tilkynningarvef Facebook er hægt að ýta á takkann hér fyrir neðan. Hægt er að ýta hér til að fá nánari útskýringar á tilkynningarkerfi Facebook.

TILKYNNA Á FACEBOOK

Á vef Twitter er eyðublað til að tilkynna neteinelti. Eyðublaðið á vefnum er einfalt í notkun og fljótlegt. Hægt er að nálgast það með því að ýta á hnappinn hér fyrir neðan.

TILKYNNA Á TWITTER

Á vef Snapchat er hægt að tilkynna notendur vegna neteineltis. Hægt er að tilkynna óviðeigandi myndir og áreiti. Til að tilkynna notendur er hægt að ýta á hnappinn hér fyrir neðan.

TILKYNNA Á SNAPCHAT

Á Skype er hægt að tilkynna neteinelti. Þegar þú velur ,,block” stillinguna á Skype færðu val um að tilkynna notanda. Til að fá nánari upplýsingar skal velja hnappinn hér fyrir neðan.

TILKYNNA Á SKYPE

Tumblr bíður ekki upp á að tilkynna neteinelti á vef sínum. En hægt er að senda þeim póst á abuse@tumblr.com til að tilkynna þeim um neteinelti.  Til að senda þeim póst er hægt að ýta á hnappinn hér fyrir neðan.

TILKYNNA Á TUMBLR

Instagram bíður ekki upp á að tilkynna neteinelti á vef sínum. En það er að tilkynna neteinelti í appinu. Hægt er að nálgast leiðbeiningar um hvernig á að tilkynna neteinelti með því að ýta á hnappinn hér fyrir neðan.

TILKYNNA Á INSTAGRAM

Á vef Twitter er hægt að tilkynna notendur á Vine vegna neteineltis. Eyðublaðið á síðunni er auðvelt og fjót gert. Til að tilkynna vegna neteineltis á Vine er hægt að ýta á hnappinn hér fyrir neðan.

TILKYNNA Á VINE

Í XBOX leikjatölvunni getur neteinelti tíðkast. Á vef XBOX er farið yfir hvernig skal tilkynna einstaklinga fyrir áreiti. Þú getur lesið leiðbeiningarnar með því að ýta á hnappinn hér fyrir neðan.

TILKYNNA Á XBOX

Í Playstation leikjatölvunni getur neteinelti tíðkast. Á vef Playstation er farið yfir hvernig skal tilkynna einstaklinga fyrir áreiti. Þú verður að vera skráður inn á vefinn til að geta tilkynnt notendur. Þú getur lesið leiðbeiningarnar með því að ýta á hnappinn hér fyrir neðan.

TILKYNNA Á PLAYSTATION