Ef þú verður fyrir aðkasti á netinu er mikilvægt að svara ekki þeim sem er að senda þér skilaboðin. Í stað þess að svara, geymdu skilaboðin og sýndu einhverjum sem þú treystir. Það versta sem þú getur gert ef þú hefur orðið fyrir neteinelti er að segja engum frá því.

Ef þú verður fyrir neteinelti er gott að muna þessa punkta:

Ekki kenna sjálfum þér um.

Það er ekki þín sök ef einhver er að leggja þig í einelti á netinu. Haltu áfram að vera þú sjálfur og ekki skammast þín fyrir það hver þú er. Það er sá sem leggur í einelti sem á við einhver vandamál að stríða, ekki þú.

Settu þig í spor þess sem leggur þig í einelti.

Sá sem leggur í einelti er einstaklingur sem er yfirleitt óhamingjusamur aðili sem vill stjórna tilfinningum þínum svo þér líði jafn illa og honum. Ekki gefa honum ánægjuna af því.

Fáðu hjálp.

Talaðu við einhvern fullorðinn, hvort sem það er foreldri, kennari eða annar aðili sem þú treystir og sýndu þeim dæmi um áreitnina.

Eyddu tíma í að gera hluti sem veita þér ánægju.

Því meiri tíma sem þú eyðir í að gera hluti eins og íþróttir eða önnur áhugamál sem veita þér ánægju í lífinu, mun neteinelti hafa minni áhrif á þig.