Neteinelti er stríðni sem framin er vísvitandi af einstakling eða hópi endurtekið yfir tímabil, með rafrænum samskiptamiðlum, gegn öðrum einstakling. Nú, þegar við höfum öll stöðugan aðgang að netinu er neteinelti stærra vandamál en það var áður. Það getur verið erfitt að glíma við neteinelti því þeir sem leggja í einelti á netinu geta skýlt sér á bak við nafnleynd. Því þarf að passa hvað er sett inn á netið. En hvað er þá til ráða? Við leitumst við að svara þeirri spurningu hér á síðunni. Hér er að finna dæmisögur, skilgreiningar og tengla sem ættu að koma að gagni í baráttunni við neteinelti. Í tenglinum hér fyrir neðan má finna lista yfir tegundir neteineltis.
Hvar get ég tilkynnt neteinelti á vefnum?
Mikilvægt er að tilkynna neteinelti, áreiti eða ólöglegt efni sem er á vefnum. Fyrsta skrefið er að láta einhvern vita hvað sé í gangi og hvernig neteineltið á sér stað. Talaðu við einhvern fullorðinn, hvort sem það er foreldri, kennari eða annar aðili sem þú treystir. Einnig er hægt að tilkynna neteineltið beint á netinu og bjóða flestir samskiptamiðlar upp á tilkynningarform þar sem hægt er að setja inn tilkynningu á efni tengdum þeim miðli. Í tenglinum hér fyrir neðan má finna upplýsingar um hvar á vefnum þessi eyðublöð eru. Á vefsíðu Barnaheill má einnig finna eyðublað til að tilkynna síður eða áreiti.
Hvernig dreifist mynd á netinu?
Netorðin fimm
Netorðin fimm eru leiðbeiningar sem aðstoða ungmenni við það að tileinka sér heilbrigða og örugga netnotkun. Netorðin eru leiðbeiningar sem aðstoða ungmenni við að tileinka sér heilbrigða og örugga netnotkun og eru með það að markmiði að stuðla að betri netmenningu. Netorðin eru gefin út af Samfélag, fjölskylda og tækni (SAFT).

Hjálparsími Rauða krossins
Oft getur hjálpað til að tala við einhvern ef þú ert að lenda í neteinelti. Hjálparsími Rauða Krossins er gjaldfrjáls sími, opinn allan sólarhringinn, fyrir alla þá sem þurfa að ræða sín hjartans mál í trúnaði og einlægni við hlutlausan einstakling.
Númerið er 1717
Hvað er til ráða?
Ef þú verður fyrir aðkasti á netinu er mikilvægt að svara ekki þeim sem er að senda þér skilaboðin. Í stað þess að svara, geymdu skilaboðin og sýndu einhverjum sem þú treystir. Það versta sem þú getur gert ef þú hefur orðið fyrir neteinelti er að segja engum frá því.
Ef þú verður fyrir neteinelti er gott að muna þessa punkta:
Hvað felst í nafnleynd á netinu?
Nafnleynd á netinu þýðir það að höfundur kemur ekki fram undir nafni eða jafnvel undir nafni einhvers annars. Yfirleitt nota ungmenni nafnleynd þegar senda á skilaboð til einstaklings og höfundur þeirra vill ekki að hægt sé að rekja skilaboðin aftur til hans. Raunin er þó önnur og er töluvert erfitt eða jafnvel ómögulegt að vera nafnlaus á netinu. Þegar maður skráir sig inn á netið fær maður úthlutaðari IP-tölu sem er nokkurs konar fingrafar tölvunnar. Vefsíður, tölvupóstar og önnur forrit skrá þessa IP-tölu hjá sér í hvert skipti sem skilaboð eru send og geta þjónustuaðilar rakið þetta rafræna fingrafar og séð frá hvaða nettengingu skilaboðin voru send. Þessar upplýsingar eru þó bara hægt að fá ef um dómsmál er að ræða.
Er hægt að vera nafnlaus?
Hvar á netineltið sér stað?
Neteinelti á sér stað þegar tölvupóstur, símar, SMS, vefsíður og samskiptamiðar eru notaðir til þess að koma skilaboðum, frá einstakling eða hópi, til einhvers með þeim tilgangi að særa eða hóta. Eineltið fer yfirleitt fram á þeim síðum sem eru vinsælastar hverju sinni. Nú þegar stærsti hluti þjóðarinnar er á Facebook er kannski ekki skrítið að mikið af neteinelti fari þar fram. Aðrir vinsælir miðlar eru YouTube, Twitter, Tumblr og Formspring. Símar eru orðnir staðalbúnaður hjá flestum í dag. Í símanum hafa flestir aðgang að samskiptamiðlunum sem taldir eru upp hér fyrir ofan, en einnig bætist við að hægt er að senda SMS og hringja úr þeim líka.
Nánar er fjallað um miðlana sem notast er við í tenglinum hér fyrir neðan.