EKKERT HATUR

Ekkert hatur – orðum fylgir ábyrgð

Ekkert hatur

Föstudaginn 11.  október 2013 var farið af stað með verkefni gegn hatursorðræðu á Íslandi. Verkefninu, sem meðal annars er beint gegn hatursáróðri og kynþáttafordómum var ýtt úr vör á landsleik Íslands gegn Kýpur á Laugardalsvelli. Hópur stofnana og samtaka á Íslandi stendur á bak við átakið og er það hluti af verkefni Evrópu- ráðsins sem ber heitið No Hate Speech Movement. Fyrir hönd Mennta- og menningarmálaráðuneytisins annast eftirtaldir aðilar útfærslu verkefnisins á Íslandi: SAFT, Heimili og skóli – Landssamtök foreldra, SAMFÉS, Landssamband æskulýðsfélaga og Æskulýðsvettvangurinn, í samstarfi við Mannréttindaskrifstofu Íslands.

Verkefnið stendur fyrir jafnrétti, virðingu, mannréttindum og fjölbreytileika. Því er beint gegn hatursáróðri, kynþáttafordómum og mismunun á netinu. Markmiðin eru m.a. að stuðla að vitundarvakningu um hatursáróður og hatursorðræðu á netinu meðal ungs fólks, kynna þau fyrir mikilvægi miðlalæsis, styðja þau í að verja mannréttindi á netinu og utan þess og auka vitund gegn hatursáróðri á netinu.

Ungmennaráð SAFT og SAMFÉS skora á fjölmiðla sem hafa athugasemdakerfi á síðum sínum að hvetja notendur til ábyrgrar notkunar þeirra. Það má m.a. gera með því að hafa eftirfarandi setningar áberandi í athugasemdakerfinu.

1. „Það sem þú gerir á netinu endurspeglar hver þú ert. Hugsaðu áður en þú setur á netið. Orðum fylgir ábyrgð!“ #Ekkerthatur

2. „Hugsaðu áður en þú deilir. Gjörðir á netinu hafa afleiðingar á raunverulegt fólk. Orðum fylgir ábyrgð!“ #Ekkerthatur

3. „Enginn má birta meiðandi myndir eða ummæli um aðra. Það sem birt er á netinu verður ekki tekið til baka. Orðum fylgir ábyrgð!“ #Ekkerthatur

4. „Hugsaðu áður þú birtir. Orðum fylgir ábyrgð!“ #Ekkerthatur

5. „Það sem þú gerir á netinu getur komið í bakið á þér síðar. Orðum fylgir ábyrgð!“ #Ekkerthatur