Tökumst á við fordóma, neteinelti og hatursræðu
Samhliða hraðri tækniþróun í upplýsingatækni undanfarin ár hefur nýjum samskiptamiðlum fjölgað gríðarlega og teljast víða ómissandi þáttur í daglegu lífi. Þrátt fyrir ótal jákvæðar hliðar tækniframfara undanfarinna ára er þróunin ekki laus við áskoranir af ýmsu tagi. Gömul vandamál eins og einelti, fordómar, hatursorðræða og neikvæð samskipti hafa fundið sér nýjan farveg á netinu og [...]