Heimili og skóli og Saft mættu á LÝSU – rokkhátíð samtalsins sem var haldin í september síðastliðinn. Við stóðum fyrir málstofu um hatursorðræðu sem Sigurður Sigurðsson, verkefnastjóri leiddi. Við vorum einnig með bás á hátíðinni þar sem við kynntum starfsemi. Við þetta tilefni tókum við viðtöl við gesti og gangandi um hatursorðræðu ásamt því að sjónvarpsstöðun N4 gerði innslag um veru okkar á hátíðinni. Viðtölin má sjá hér fyrir neðan.