Vírus er saga af þremur bekkjarfélögum sem stofna tekknóhljómsveitina VÍRUS í tengslum við tónlistarverkefni í skólanum.

Tónlistin þeirra verður fljótt vinsæl meðal skólafélaganna og áður en langt um líður eru þau farin að halda tónleika um allt land og fá spilun í útvarpinu. Um leið og aðdáendum þeirra fjölgar verður erfiðara að halda einkalífinu úr sviðsljósinu. Hljómsveitin notar samfélagsmiðla til þess að vera í tengslum við aðdáendur sína en vegna óheppilegrar uppákomu þurfa þau að huga betur að netöryggi.

Slástu í för með VÍRUS og fylgstu með þeim verða að tónlistarstjörnum og lærðu um netöryggi af mistökum þeirra.

Námsefnið er á ensku.