PAXEL123.com vefurinn er ætlaður nemendum á leik- og grunnskólaaldri sem eru að stíga sín fyrstu skref í því að vinna með orð og hugtök tengd móðurmáli og stærðfræði.

Markmiðið með PAXEL123.com er að örva læsi í stærðfræði og móðurmáli með örvandi tölvuleikjum.

Leikirnir á PAXEL123.com örva formskynjun, talnaskilning og rökhugsun auk þess sem þar er að finna rímleiki og stafarugl. Leikirnir henta einnig sem ítarefni við sérkennslu þ.m.t. að vinna með börnum af erlendum uppruna.

Hugmyndin að þessum leikjavef er sprottinn af vinnu Önnu Margrétar Ólafsdóttur leikskólastjóra í Nóaborg í Reykjavík, en leikskólinn hefur í rúm tíu ár haft stærðfræði og ritmál sem leiðarljós í vinnu með börnunum í leikskólanum. Mikið af leikefni barnanna sem tengist þessum leiðarljósum er heimagert s.s. ýmis spil og leikir. Það sem hefur verið vinsælast hjá börnunum þennan tíma hefur nú verið útfært í tölvuleiki á PAXEL123 auk þess sem nýir leikir bætast í hópinn.