Um er að ræða þrjú sjálfspróf, sem snerta ýmis viðfangsefni stuttmyndarinnar „Fáðu já!“
- Fyrsta prófið fjallar um Internetið og mikilvægi þess að horfa gagnrýnum augum á birtingarmyndir kynjanna á netinu. Þótt netið sé heill heimur af upplýsingum gefur það ekki alltaf rétta mynd af raunveruleikanum og því ber að umgangast það af ábyrgð og varúð.
- Annað próf fjallar um klám og mikilvægi þess að skilja að það endurspeglar ekki kynlíf eins og vænta má í raunveruleikanum. Sumt klám er í raun ofbeldisefni og hverjum smelli fylgir ábyrgð.
- Þriðja prófið fjallar um kynlíf og mikilvægi þess að fá já. Samþykki er grundvallaratriði í kynlífi, burtséð frá kyni og kynhneigð þátttakenda. Einnig er fjallað um getnaðarvarnir og tilfinningatengsl.
Sjálfsprófunum er ætlað að höfða til unglinga á efsta stigi grunnskóla. Höfundur sjálfsprófanna er Þórdís Elva Þorvaldsdóttir, sem skrifaði handritið að „Fáðu já!“.
Recent Comments