Efnið er á sviði upplýsingatækni og er ætlað 5.-7. bekk grunnskóla

Efnið er upphaflega hannað af Insafe, sem er netverk þeirra Evrópuþjóða sem starfa að netöryggisáætlun ESB. Efnið er þýtt, staðlað og heimfært af SAFT. Efnið er hugsað fyrir fimmta til sjöunda bekk grunnskóla. Vinnubók sem börn vinna með hjálp foreldra og handbók fyrir foreldra til hliðsjónar. Vinnubókin miðar að því að uppfræða börn um örugga netnotkun. Í vinnubókinni eru yfir 50 ábendingar um örugga netnotkun og æfingar til að kenna börnum að nota netið á jákvæðan og uppbyggilegan hátt.

1. Tvær bækur, fjölskyldugaman og foreldrahandbók.
2. Gullnar reglur, listi til að fylla út
3. Fjölskylduskírteini
4. Límmiðar
5. 12 kort til að klippa út

Bækurnar eru báðar með litvísa til að greina á milli fjögurra lykilþema sem eru: Öryggi, samskipti, skemmtun og niðurhal og rafrænt einelti.
Foreldrahandbókin er hugsuð sem upplýsingagrunnur fyrir bæklinginn Fjölskyldugaman.
Fjölskyldugaman er fyrir foreldra og börn að nota saman. Þar er fjallað um lykilþemun fjögur með sögu af tveimur börnum, Alex og Önnu, foreldrum þeirra og tölvusnillingnum Helenu. Hver kafli samanstendur af mismunandi þáttum, s.s. verkefnum á netinu, könnunum, heilræðum og gagnlegum tenglum.

Markhópur verkefnis er öll grunnskólabörn í 5.-7. bekk grunnskóla. Námsefnið hefur sömu þýðingu fyrir öll þessi börn, óháð kyni eða búsetu, enda aðgengi að neti og netnotkun nokkuð jöfn milli kynja og búsetu. Jafnt aðgengi markhóps er að öllum líkindum tryggt þar sem rætt hefur verið um að Námsgagnastofnun annist dreifingu efnisins.