Björgunarleiðangur er saga um þrjá skólafélaga sem ákveða að fara í fjallgöngu á Víkingatind.

Strákarnir hafa lengi haft áhuga á fjallinu en á því er stærsta jökul Netbæjar að finna. Þeir ákveða að afla sér frekari upplýsinga um gönguleiðir á tind fjallsins með því taka þátt í umræðum á spjallsvæði sem kallast GÖNGUR.

Á spjallsvæðinu kynnast þeir Pétri en hann segist þekkja bestu leiðina upp á topp. Strákarnir leggja traust sitt á Pétur og ákveða að hitta hann við rætur fjallsins. Þeir skrópa í skólanum og leggja af stað án þess að fá leyfi frá foreldrum sínum.

Þegar strákarnir mæta á staðinn hitta þeir fullorðinn mann sem kallar sig Pétur en þeir héldu að hann væri jafnaldri þeirra þegar þeir ræddu saman á spjallsvæðinu. Strákarnir rífast um hvort þeir eigi að halda leggja af stað í fjallgönguna – geta þeir treyst Pétri?