SAFT í útrás: Verkefni SAFT neteinelti og Ekkert hatur! vekja athygli erlendis. Síðustu daga hefur SAFT verið að kynna verkefnin á ýmsum stöðum í Grikklandi í samstarfi við Safer Internet Centre Greece.

Aðferðafræði verkefnisins hér heima vekur mikla athygli, m.a. áherslan á þátttöku ungmennaráðs í gerð og miðlun efnis. SAFT hefur einnig verið boðið að taka þátt í nýju Evrópuverkefni um hatursorðræðu og mannréttindi í Evrópu. Grikkir leiða verkefnið, en meðal annarra þátttökuþjóða eru Tékkland, Slóvenía og Rúmenía. Hlutverk SAFT verður að miðla af reynslu við gerð kennsluefnis, gera samantekt á rannsóknum á hatursorðræðu í Evrópu og gerð sameiginlegrar rannsóknaráætlunar um hatursorðræðu.