Boðleiðir neteineltis
Bæði er hægt að koma fram undir nafni eða nafnleynd. Spjallforritið skype er dæmi um leið þar sem auðvelt er að senda þolanda nafnlaus skilaboð en facebook er dæmi um miðil þar sem samskiptin fara fram undir nafni (Kowalski o.fl., 2008; Family Safe Computers, e.d.).
Símar í dag hafa flestir myndavélar og netaðgang. Auðvelt er því að ná myndum eða myndböndum af þolanda, setja efnið á netið og dreifa þeim mjög hratt. Þessi birtingarmynd neteineltis fer ört vaxandi (Kowalski o.fl., 2008).
Smáforrit koma og fara, sum verða vinsæl í einhvern tíma en önnur ekki. Það er því mikilvægt fyrir forráðamenn að vera meðvitaðir um þessi forrit og þær hættur sem þeim geta fylgt.
Í flestum tilfellum eru tölvuleikir spilaðir undir notendanafni sem er nafnleynd, því getur verið erfitt að hafa uppi á viðkomandi og það getur tekið langan tíma.
Ása Baldursdóttir. (2009). Lífið á Facebook: Formgerð samskipta (óútgefin meistararitgerð). Háskóli Íslands, Reykjavík
Family Safe Computers (e.d.). Instant Messaging & Chat Rooms. Sótt 15. mars 2014 af http://www.familysafecomputers.org/imchat.htm
Heiða Kristín Harðardóttir og Kristrún Birgisdóttir. (2009). Rafrænt einelti er ofbeldi, ofbeldi er glæpur. (óútgefin BA-ritgerð. Háskóli Íslands, Reykjavík.
Helga Lind Pálsdóttir. (2012). Rafrænt einelti: skilningur og þekking unglinga. (óútgefin meistararitgerð). Háskóli Íslands, Reykjavík.
Kowalski, R. M., Limber, S. P. og Agatston, P. W. (2008). Cyberbullying: Bullying in the digital age. Bandaríkin: Blackwell Publishing. Sótt 30. mars 2014 af http://books.google.is/books?id=26u_2BbA_74C&printsec=frontcover&dq=Cyberbullying:+Bullying+in+the+digital+age&hl=en&sa=X&ei=kktNU9-PHIfjO5r1gZgB&ved=0CCkQ6AEwAA#v=onepage&q=Cyberbullying%3A%20Bullying%20in%20the%20digital%20age&f=false
SAFT: Samfélag, fjölskylda, tækni. (2013). Fréttatilkynning: Niðurstöður úr SAFT könnun 2013 um netnotkun barna og unglinga. Sótt 12. febrúar 2014 af http://www.saft.is/wp-content/uploads/2013/11/Ólinkuð_Fréttatilkynning_V_SAFT_051113.pdf
Speigel, E. (2013). It´s finally here! Sótt 8. apríl 2014 af http://blog.snapchat.com/page/3